Að vaxa inn í framtíðina Viðar Hreinsson skrifar 25. maí 2024 18:01 Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar