„Ég elska að við töpum ekki hér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:06 Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokin Vísir/Anton Brink Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira