Sjálfstæði eða fall? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. maí 2024 13:45 Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um „græna“ orku. Við skulum líka ekki gleyma að það styttist í næstu alþingiskosningar og úlfarnir nú þegar lagðir af stað að slá ryki í augu fólks. Gleymum ekki Icesave þar sem Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðar forsætisráðherra björguðu þjóðinni undan grimmum skuldaörlögum sem bæði Vinstri grænum og Samfylkingunni fannst sjálfsagt að leggja ofan á þegar nauðbeygð bök þjóðarinnar. Örlög sem ullu því að einn forsetaframbjóðandi fékk skyndilegt minnisleysi yfir þegar spurður út í nýlega. Gleymum ekki heldur loforði þessa tveggja flokka um skjaldborg heimilanna sem skyndilega breyttist í skjaldborg fjármálaaflanna. Þegar Kristrún Frostadóttir steig fram sem nýr formaður Samfylkingar og lýsti yfir að innganga í ESB yrði ekki í forgangi fyrir næstu alþingiskosningar var ljóst að daðrið beindist að Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem fyrir löngu hefur yfirgefið grunngildi sín, þ.e. að verja sjálfstæði landsins. Nú höfum við í framboði til forseta fyrrum forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og formann flokks sem skiptir litum oftar en kamelljón, sem skilur eftir sig þjóðarbú í molum en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná hylli með fallegu brosi og umbúðatali kringum hlutina án þess að þurfa að taka beina afstöðu til neins. Höfum við ekki lært neitt á undanförnum árum? Auðlindir hverrar þjóðar er kjarni sjálfstæðis hennar. Kjósum forseta sem þekkir sinn lit (pólitískan eður ei) sem er óhræddur við að hafa skoðanir og stendur með þeim. Við þurfum ekki á forseta að halda sem telur sitt hlutverk vera tipl milli skips og bryggju til að sækjast eftir viðurkenningu allra. Slíkur forseti endar að lokum á hundasundi blautur og kaldur í sjónum ásamt sjálfstæði landsins! Við skulum hafa í huga að við stöndum í stríði. Stríði um yfirráð auðlinda okkar sem erlend fjármálaöfl gera mikið til að komast yfir. Þessi öfl ráðast ekki í slíkar herferðir vegna þess að þjóðir eru fátækar heldur vegna þess að þær eru ríkar af auðlindum en innviðir og stjórnsýsla eru veikbyggð og/eða spillt. Forsetinn er sá eini sem hefur vald til að bregðast við þegar Alþingi bregst hlutverki sínu. Höfundur varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun