Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi Kjartan Ólafsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Byggðamál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun