Grindvíkingar gætu tapað fjórða oddaleiknum um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 13:31 Það reynir á Grindavíkurliðið á Hlíðarenda í kvöld að reyna að breyta slöku gengi félagsins í oddaleikjum um titilinn. Vísir/Anton Brink Grindvíkingum hefur ekki gengið allt of vel að landa sigri í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en þeir fá tækifæri til að breyta því á Hlíðarenda í kvöld. Grindvíkingar hafa beðið í ellefu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar þeir unnu hann síðast þá unnu þeir hann í oddaleik. Það er aftur á móti eini oddaleikurinn sem Grindvíkingar hafa unnið þegar spilað hefur verið upp á Íslandsmeistaratitilinn. Þrisvar sinnum hafa Grindvíkingar þurft að sætta sig við tap í oddaleik um titilinn þar af tvisvar sinnum með aðeins einu stigi. Grindavík tapaði fyrsta oddaleiknum sínum 67-68 á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994. Þeir töpuðu líka með einu stigi í oddaleik á móti KR í DHL-höllinni árið 2009, þá 84-83. Langþráður sigur vannst á heimavelli á móti Stjörnunni vorið 2013 en Stjarnan komst 2-1 yfir í því einvígi. Grindavík vann tvo síðustu leikina og tryggði sér titilinn. Oddaleikinn vann liðið 79-74 á heimavelli sínum í Grindavík þar sem bandaríski leikmaður Stjörnunnar meiddist í upphafi leiks. Grindvíkingar fóru síðan ekki vel út úr síðasta oddaleik sínum sem var á móti KR í Vesturbænum vorið 2017. KR-ingar unnu þann leik 95-56 og meðal leikmanna liðsins var Kristófer Acox sem er fyrirliði Valsliðsins í dag. Valsmenn eru að fara í oddaleik um titilinn þriðja árið í röð, þeir unnu Tindastól með þrettán stigum 2022, 73-60, en töpuðu með einu stigi á móti Stólunum í fyrra, 81-82. Valsmenn höfðu einu sinni áður komist í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en það var þegar þeir töpuðu 77-68 á móti Keflavík í Keflavík vorið 1992. Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1) Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Sjá meira
Grindvíkingar hafa beðið í ellefu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þegar þeir unnu hann síðast þá unnu þeir hann í oddaleik. Það er aftur á móti eini oddaleikurinn sem Grindvíkingar hafa unnið þegar spilað hefur verið upp á Íslandsmeistaratitilinn. Þrisvar sinnum hafa Grindvíkingar þurft að sætta sig við tap í oddaleik um titilinn þar af tvisvar sinnum með aðeins einu stigi. Grindavík tapaði fyrsta oddaleiknum sínum 67-68 á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994. Þeir töpuðu líka með einu stigi í oddaleik á móti KR í DHL-höllinni árið 2009, þá 84-83. Langþráður sigur vannst á heimavelli á móti Stjörnunni vorið 2013 en Stjarnan komst 2-1 yfir í því einvígi. Grindavík vann tvo síðustu leikina og tryggði sér titilinn. Oddaleikinn vann liðið 79-74 á heimavelli sínum í Grindavík þar sem bandaríski leikmaður Stjörnunnar meiddist í upphafi leiks. Grindvíkingar fóru síðan ekki vel út úr síðasta oddaleik sínum sem var á móti KR í Vesturbænum vorið 2017. KR-ingar unnu þann leik 95-56 og meðal leikmanna liðsins var Kristófer Acox sem er fyrirliði Valsliðsins í dag. Valsmenn eru að fara í oddaleik um titilinn þriðja árið í röð, þeir unnu Tindastól með þrettán stigum 2022, 73-60, en töpuðu með einu stigi á móti Stólunum í fyrra, 81-82. Valsmenn höfðu einu sinni áður komist í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en það var þegar þeir töpuðu 77-68 á móti Keflavík í Keflavík vorið 1992. Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1)
Flestir sigrar í oddaleikjum um titilinn: Njarðvík 3 Keflavík 3 KR 3 Haukar 1 Valur 1 Grindavík 1 Snæfell 1 Tindastóll 1 - Flest töp í oddaleikjum um titilinn Grindavík 3 Valur 2 Njarðvík 2 Keflavík 2 Haukar 1 KR 1 Stjarnan 1 ÍR 1 Tindastóll 1 - Besta sigurhlutfall í oddaleikjum um titilinn Snæfell 100& (1-0) KR 75% (3-1) Njarðvík 60% (3-2) Keflavík 60% (3-2) Haukar 50% (1-1) Tindastóll 50% (1-1) Valur 33% (1-2) Grndavík 25% (1-3) Stjarnan 0% (0-1) ÍR 0% (0-1)
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Tengdar fréttir Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Sjá meira
Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. 29. maí 2024 12:31
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik