Eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki líklega í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 12:55 Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur spáir í spilin varðandi framhaldið á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki í sumar. Sennilegast muni gosið sem nú stendur yfir lognast út af á næstu dögum, en þó sé mögulegt að það malli áfram jafnvel í einhverjar vikur líkt og síðasta gos. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira