Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 15:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Nú á eftir að koma á daginn hvaða áhrif úrslit forsetakosninganna munu hafa á líf ríkisstjórnar hans. Erfiðir dagar eru fyrir höndum í þinginu. vísir/vilhelm Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum. Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum.
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira