Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:36 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar. Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átta Palestínumenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ konunni. Ásmundur gerði ákæruna að umtalsefni á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins, og sagði að fólk með þá lífsskoðun að feðraveldið eigi að drottna yfir lífi fólks sé ný áskorun fyrir samfélagið. „Birtingarmynd þess er fótum troðin réttindi kvenna og hinsegin fólks sem býr við hrottalega meðferð og ógn í lífi sínu,“ segir Ásmundur. Hann geti ekki ímyndað sér hvaða hrottalegu meðferð konur og börn megi þola á heimilum sínum, eins og fram kom í ákærunni sem birt var á Vísi. „Virðulegi forseti. Fyrir átta árum steig ég fram og varaði við fjölgun hælisleitenda í landinu og hvatti til bakgrunnsskoðunar þeirra,“ sagði Ásmundur. „Viðvörunarorðum mínum var afar fálega tekið og ég fordæmdur, jafnvel smáður.“ „Virðulegi forseti. Þetta er bara ein saga sem kemst í dómsmál og fjölmiðla af hælisleitendum sem búa í Reykjanesbæ. Það er ekki langt síðan þingmaður Samfylkingarinnar sagði mig ljúga um ógn sem íbúar Reykjanesbæjar búa við. Þau ósannindi eru eins og ásakanir í minn garð fyrir átta árum; standast enga skoðun, eins og tíminn hefur leitt í ljós,“ sagði Ásmundur, og lauk máli sínu í ræðustól Alþingis. Hann birti ræðuna einnig á Facebook-síðu sinni, þar sem hann sagðist hafa fengið hroll við lestur fréttarinnar á Vísi, og að lesturinn hefði vakið upp óhug. Hann segir mikilvægt að standa vörð um lögregluna og störf hennar.
Hælisleitendur Reykjanesbær Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. 31. maí 2024 13:06
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 31. maí 2024 22:00
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14