Handbolti

Einar Bald­vin til Aftur­eldingar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Baldvin ætti að styrkja Aftureldingu til muna. 
Einar Baldvin ætti að styrkja Aftureldingu til muna.  Vísir/Vilhelm

Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs við Aftureldingu í Olís-deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum.

Hann mun því leika með liðinu á komandi keppnistímabili sem hefst í september.

Einar Baldvin er 27 ára markmaður og hefur spilað undanfarin ár með Gróttu í Olísdeildinni. Einar hefur verið einn besti markvörður deildarinnar undanfarin tímabil. Markverðir Aftureldingar á síðasta tímabili voru þeir Jovan Kukobat og Brynjar Vignir Sigurjónsson.

„Það er mikill fengur fyrir Aftureldingu að fá Einar Baldvin í hópinn. Einar er reynslumikill og metnaðarfullur leikmaður sem kemur til með að styrkja hópinn okkar verulega fyrir komandi leiktímabil í Olísdeildinni,“ segir í yfirlýsingu Aftureldingar en liðið fór alla leið í úrslitaeinvígið á tímabilinu en tapaði þar fyrir FH sem varð Íslandsmeistari.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×