Þetta var síðasti leikur Englands fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Ísland var valinn sem andstæðingur og flestir bjuggust við auðveldum stemningssigri fyrir Englendingana. Svo varð aldeilis ekki.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1968 sem England tapar kveðjuleik fyrir stórmót og annað sinn sem liðið tapar fyrir Íslandi.
Hér fyrir neðan má sjá hvað fjölmiðlar höfðu að segja um landsliðsmennina. Lítið púður fór í að hrósa Íslandi, þó eitthvað, en mest var því eytt í að skjóta niður Englendingana.







