Heiðar Örn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir allar líkur á því að óprúttinn aðili hafi kveikt þessa elda snemma í morgunsárið. Eldarnir voru kveiktir um sjöleytið í morgun.
Fréttastofu barst þetta myndefni af eldunum í dag.
„Við fáum útkall sirka tíu mínútur yfir sjö í morgun og förum þarna með tiltækt lið frá Borgarnesi. Við fórum einhverjir tíu í þetta verkefni. Þetta var ekki stórt og mikið og tók skamman tíma að slökkva,“ segir Heiðar og bætir við að ekkert tjón hafi orðið nema á sinunni.
Hann biðlar einnig til fólks að kveikja ekki sinuelda.
„Við værum mjög þakklátir ef fólk myndi gera eitthvað annað en þetta. Það væri rosa fínt,“ segir Heiðar.