Lífið

Linda lætur sér Lindarbraut lynda

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda og fjölskylda hafa sagt skilið við Hlíðarnar eftir nítján ár.
Linda og fjölskylda hafa sagt skilið við Hlíðarnar eftir nítján ár.

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. 

Linda og Rúnar vinna nú hörðum höndum að því að rífa niður veggi og innréttingar þar sem eignin þarfnast ástar og uppbyggingar. Húsið er á einni hæð búið fimm svefnherbergjum og stórum stofum með stórum arni. 

„Nýir lyklar, nýtt upphaf og ný tækifæri!“ skrifar Linda við mynd af sér og Rúnari þar sem virðast spennt fyrir nýjum tímum á Seltjarnarnesi eftir í nítján ár í Hlíðunum í Reykjavík.

Hjónin eru á fullu byrjuð að rífa niður veggi og innréttingar og er ekki við öðru að búast en að lokaútkoman verði glæsileg.

Linda gefur fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferlið sem er rétt að byrja.

Hjónin hafa í gegnum tíðina gert upp fjölda fasteigna á einstakan máta og nú síðast 139 fermetra hæð við Barmahlíð í Reykjavík. Sú eign var í sínu upprunlega ástandi þegar þau keyptu hana árið 2017.


Tengdar fréttir

Litfögur listamannaíbúð í Hlíðunum

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa sett sjarmerandi og endurnýjaða hæð við Barmahlíð á sölu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.