Lífið samstarf

Bylgju­lestin verður á Þing­völlum laugar­daginn 15. júní

Bylgjulestin
Það verður mikið fjör á Þingvöllum á laugardag en um helgina verður 80 ára afmæli lýðveldisins fagnað þar. Bylgjulestin mætir að sjálfsögðu á staðinn.
Það verður mikið fjör á Þingvöllum á laugardag en um helgina verður 80 ára afmæli lýðveldisins fagnað þar. Bylgjulestin mætir að sjálfsögðu á staðinn.

Bylgjulestin er lögð af stað enn eitt sumarið og mun eins og áður ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar.

Á morgun, laugardaginn 15. júní, stoppar Bylgjulestin á Þingvöllum en þessa helgi verður haldið upp á 80 ára lýðveldisafmæli á Þingvöllum með fjölmörgum viðburðum.

Það verða þau Bragi Guðmunds og Kristín Ruth sem standa vaktina og verða í beinni útsendingu frá kl. 12-16.

Mynd/Vilhelm

Skemmtileg dagskrá verður í boði eins og Fornleifaskóli barnanna, víkingatjöld verða á staðnum, leikhópurinn Lotta mætir, boðið verður upp á lýðveldisgöngu með landverði og margt fleira. Hægt er að skoða nánari dagskrá hér.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, gríptu með þér hollustubita frá MUNA, skoðaðu glæsilega bíla frá Bílaumboðinu Öskju, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi íslands og Bylgjulestinni.

Næstu stopp Bylgjulestarinnar:

  • 22. júní - Eyrarbakki
  • 29. júní – Borgarnes
  • 6. júlí – Akureyri
  • 13. júlí – Selfoss
  • 20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • 27. júlí - Hafnarfjörður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×