Teknóhátíð á Radar alla helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 08:00 Dubfire spilar á lokakvöldi hátíðarinnar, sunnudag. Aðsend Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. „Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér. Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
„Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér.
Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31