Teknóhátíð á Radar alla helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 08:00 Dubfire spilar á lokakvöldi hátíðarinnar, sunnudag. Aðsend Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. „Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér. Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
„Það er mikil eftirvænting fyrir endurkomu Dubfire,“ segir Sam Wise, einn eigenda Radar. „Hann hefur þegar tryllt íslenska áhorfendur tvisvar áður. Þegar hann spilaði í hinum alræmda NASA sal árið 2004 undir nafninu Deep Dish og aftur árið 2007 sem Dubfire. Hann ætlar að kveikja í dansgólfinu enn á ný á Radar þann 16. júní.“ Sam segir Dubfire þekktan fyrir nýstárlega danstónlist og kraftmikla sviðsframkomu. Hann sé afar spenntur að koma aftur til landsins. „Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á Libertyfest,“ segir Sam og að á hátíðinni komi saman rjóminn af íslenskum raftónlistarfólki. Libertyfest var fyrst haldið árið 2022 á skemmtistaðnum Húrra. Radar er nú rekinn í sama húsnæði en Húrra var lokað síðasta sumar. Sam segir að þegar hátíðin hófst hafi hugmyndin verið að hópa saman íslenskum raftónlistarmönnum í tilefni af 17. júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. Fjölmargir tónlistamenn koma fram á hátíðinni. „Þá fögnuðum við alla helgina með einungis raf- og danstónlist, og með einn erlendan aðila sem var franski techno kappinn UFO95. Þetta er í annað sinn sem við höldum Libertyfest en héðan í frá verður hátíðin haldin árlega. Raftónlistarsenan er að vakna aftur til lífsins og það er til nóg af hæfileikaríku tónlistarfólki.“ Sam segir að þau hafi reynt eftir fremsta megni að halda miðaverðinu í lágmarki. Miði á föstudag kostar 1.500, laugardag 2.000 krónur, sunnudag 3.900 og helgarpassi kostar 4.990 krónur. „Þrátt fyrir að fá eina frægustu teknó stjörnu heims á viðburðinn. Svo að flestir komist að halda uppá stofndag lýðveldis Íslendinga.“ Aðrir sem koma fram á hátíðinni eru Manic State, Ghozt, MAR!A, Isfjord, Oculus, Eyvi, Elísabet, MSKR, Dubfire, Yagya, LaFontaine b2b Samwise og 2Peace b2b Útiköttur Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hér og kaupa miða hér.
Tónlist Næturlíf Menning Reykjavík Tengdar fréttir Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11 Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. 11. apríl 2024 13:11
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31