Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2024 20:40 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20
Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44