Körfubolti

Hulda verður á­fram hjá Grinda­vík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hulda Björk í leik með Grindavík.
Hulda Björk í leik með Grindavík. vísir/vilhelm

Fyrirliði Grindavíkur í Subway-deild kvenna, Hulda Björk Ólafsdóttir, verður áfram á sínum stað næsta vetur.

Hún hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík.

Hulda var með 12,5 stig, 3,3 fráköst og 1,3 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Hún fór fyrir liði Grindavíkur sem komst í undanúrslit en ætlar sér enn stærri hluti á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×