Innlent

Öxna­dals­heiði opin á ný

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Löng bílaröð myndaðist á veginum i gær eftir slysið.
Löng bílaröð myndaðist á veginum i gær eftir slysið. Aðsend

Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. 

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar er varað við bikblæðingum og vegfarendur beðnir um að aka með gát. 

Hópslysaáætlun Almannavarna var virkjuð í gær eftir að rúta með 21 farþega innanborðs hafnaði út af veginum í Öxnadal. Veginum var lokað skömmu eftir og voru allir farþegar fluttir á sjúkrahús. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×