Fótbolti

Emilía Kiær danskur meistari með Nord­sjælland

Siggeir Ævarsson skrifar
Emilía fagnar marki með liðsfélögum sínum fyrr á tímabilinu
Emilía fagnar marki með liðsfélögum sínum fyrr á tímabilinu FC Nordsjælland

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dag þegar danska úrvalsdeildin í knattspyrnu var leidd til lykta með viðureign Bröndby og Nordsjælland en Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland voru með tveggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn.

Það var því nóg fyrir gestina að sækja jafntefli í dag og það gekk eftir. Lokatölur leiksins 1-1 en það var varnarmaðurinn Hafrún Halldórsdóttir sem skoraði jöfnunarmark Bröndbý. Það dugði þó ekki til, aðeins sigur hefði fleytt Bröndby á toppinn úr því sem komið var.

Emilía hefur átt frábært tímabil fyrir Nordsjælland og endaði markahæst í deildinni með tíu mörk. Hún fagnar því bæði markadrottningartitli í kvöld sem og Danmerkurtitlinum en þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland lyftir bikarnum eftirsóttar. Bröndby er aftur á móti sigursælasta lið Danmerkur, með tólf titla í sarpnum.


Tengdar fréttir

Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×