Innlent

Eldur í Kringlunni og Kristján Lofts­son um hvalveiðileyfið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðdegis og allt tiltækt slökkvilið var kallað til. Rýma þurfti verslunarmiðstöðina. Við verðum í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá kemur Kristján Loftsson einn stærsti eigandi Hvals hf. í beina útsendingu til að ræða ákvörðun matvælaráðherra að veita fyrirtækinu hvalveiðileyfi til eins árs. VG, flokkur ráðherra, segist vilja banna veiðarnar með lögum en núverandi löggjöf geri það ómögulegt að veita ekki leyfi.

Þá verður fjallað um stöðu mála í Úkraínu í kvöldfréttunum en Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði í dag fram tillögur að vopnahléi. 

Og við kíkjum á Dannebrog, sem liggur nú við bryggju í Reykjavík. Áhöfnin naut sólarinnar í borginni í dag og er að hlaða batteríin áður en siglt verður til Grænlands. 

Klippa: Kvöldfréttir 15. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×