Táknmyndir íslenska lýðveldisins 17. júní 2024 15:01 Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun