Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 10:47 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira