Fótbolti

Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joe Montemurro er nýr þjálfari Lyon.
Joe Montemurro er nýr þjálfari Lyon. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images

Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu.

Ástralinn Joe starfaði í heimalandinu til 2017 þegar hann tók við Skyttunum frá Lundúnum. Hann varð Englandsmeistari einu sinni áður en hann færði sig til Ítalíu árið 2021 þegar hann tók við Juventus.

Þar var hann þangað til í mars á þessu ári þegar hann ákvað að kalla þetta gott. Hann var ekki lengi að finna sér nýtt starf og mun nú taka við stórliði Lyon sem hefur orðið Frakklandsmeistari undanfarin þrjú tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×