Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 20:18 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og hefur virkjað ákvæði um leyniherbergi fyrir þingmenn sem vilja skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30