Ófagleg vinnubrögð HSU og FSRE Helgi Kjartansson skrifar 20. júní 2024 17:30 Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Læknir, og síðar heilsugæsla, hefur verið í Laugarási í meira en 100 ár eða frá árinu 1922. Ég veit ekki betur en að góð sátt hafi verið með þessa staðsetningu og það starf sem læknar hafa í gegnum tíðina innt af hendi frá Laugarási. Það var í febrúar 2023 sem forstjóri HSU hringir í sveitarstjóra Bláskógabyggðar og óskar eftir fundi þar sem hún ætli að tilkynna að búið sé að ákveða að flytja heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Þetta símtal kom mjög flatt uppá sveitarstjórann enda hafði þá engin umræða átt sér stað um flutning á heilsugæslunni frá Laugarási. Þessari ákvörðun mótmælti sveitarstjórn Bláskógabyggðar harkalega og óskaði skýringa á þessari ávörðun. Helstu rök sem við fengum að heyra voru þau að mikil viðhaldsþörf væri komin á húsnæðið í Laugarási og var kostnaður upp á 150 milljónir nefndur í því samhengi. HSU sagði að ef farið væri í svo kostnaðarsamar viðhaldsaðgerðir myndi leigan til FSRE hækka svo mikið að það yrði örugglega ódýrara að leigja nýtt húsnæði undir starfsemina. Allir þeir sem komið hafa nýlega í heilsugæsluna í Laugarási vita og sjá að þar er engin viðhalds þörf uppá 150 milljónir. Því óskaði sveitarstjórn Bláskógabyggðar eftir að sjá úttektarskýrsluna sem sýndi þessa miklu viðhaldsþörf. Það tók FSRE þrjá mánuði að senda okkur þessa skýrslu eftir endurteknar óskir um að fá hana senda. Að lokum kom skýrslan en þá var það skýrsla um viðhaldsþörf á heilsugæslunni í Þorlákshöfn. Við héldum að við hefðum fengið senda vitlausa skýrslu, nei, svo var ekki heldur var okkur sagt að þetta væri svipað hús og viðhaldsþörfin væri því örugglega sú sama. Það var semsagt engin úttektarskýrsla til um ástand hússins í Laugarási, ekki er hægt að segja að um faglega og eðlilega nálgun sé að ræða hvað þetta varðar. Mann setur eiginlega hljóðan að sjá hvernig ríkisstofnanir vinna og nálgast hlutina, faglegheitin skipta greinilega engu máli. Þá upplýsti HSU og FSRE okkur um að vettvangsferð hafi verið farin að Flúðum með sveitarstjórn Hrunamannahrepps til að skoða húsnæði sem þar væri í boði fyrir heilsugæslu og að þeim litist vel á það húsnæði. Það er mikilvægt að allir hafi í huga, sérstaklega þeir aðilar sem skipuleggja heilsugæslu í Uppsveitum, hvert starfssvæði heilsugæslunnar er. Starfssvæðið nær til íbúa í Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ljóst er að starfssvæðið er mjög víðfeðmt og við bætist að miklar sumarhúsabyggðir eru á svæðinu, og eru þær langstærstar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Gera má ráð fyrir að fjöldi gesta í sumarhúsum í Uppsveitum um helgar sé 20-25 þúsund manns. Þá eru stærstu ferðamannastaðir landsins á svæðinu má þar t.d. nefna Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Heilsugæslan þarf að vera þannig staðsett að hún þjónusti sem flesta, Laugarás ert.d. vel staðsettur hvað þetta varðar. Í október 2023 var haldinn íbúafundur í Aratungu þar sem forstjóri HSU og heilbrigðisráðherra mættu. Þar voru íbúar fullvissaðir um að ferlið myndi fara aftur á byrjunarreit, unnið faglega í samráði við alla íbúa til að fá sameiginlega niðurstöðu sem allir gætu sætt sig við. Þrátt fyrir það gerðist lítið í málinu hvað faglega undirbúningsvinnu varðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggð gerði athugasemdir við vinnubrögðin, en FSRE og HSU ákváðu að auglýsa eftir hentugu húsnæði í Uppsveitum fyrir heilsugæslu, svo allir sætu við sama borð. Auglýst var í janúar eftir húsnæði, þar sem gefinn var tveggja vikna frestur til að skila inn tilboði, sem var síðan framlengdur eftir að athugasemdir bárust. Eftir langan tíma kom niðurstaða. Þann 6. júní sl voru oddvitar og sveitarstjórar boðaðir á fund forstjóra HSU, þar sem tilkynnt var að heilsugæslan myndi flytjast að Flúðum. Fréttir um þessa niðurstöðu voru að vísu farnar að berast út í samfélagið nokkrum dögum áður, þannig að forstjórinn færði okkur ekki neinar nýjar fréttir. Þrír aðilar buðu fram húsnæði. Ég hef fengið upplýsingar frá tveim aðilum sem skiluðu inn tilboði að ekkert samtal hafi átt sér stað við þá í öllu þessu ferli. Þeir hafi fyrst frétt af þessari niðurstöðu úti í samfélaginu og þurft að bera sig eftir að fá formlega niðurstöðu frá FSRE. Dæmi hver fyrir sig um faglegheitin gagnvart þeim sem buðu fram húsnæði. Í reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva segir í 14. grein að séu fyrirhugaðar grundvallarbreytingar á staðbundinni þjónustu skuli forstjóri boða til samráðs- og upplýsingafunda með einstökum sveitarstjórnum. Á fundinum 6. júní með forstjóra HSU kom fram hjá fulltrúum Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að þeir könnuðust ekki við að samráðsfundir hafi verið haldnir, heldur hafi kynningarfundir verið haldnir þar sem stjórnendur HSU hafi verið að kynna ýmsa hluti. Frumkvæði að flestum fundum sem haldnir hafa verið hefur komið frá sveitarfélögunum, ekki HSU. Þarna vantar stórkostlega uppá, því það segir sig sjálft að þegar hugmyndir eru um að gera grundvallarbreytingar á staðbundinni þjónustu, hlýtur að þurfa mikið samráð bæði við sveitarstjórnir, íbúana og alla aðra hagaðila. Þarna eru stjórnendur ríkisstofnana að bregðast hlutverki sínu. Dósent við virtan háskóla hér á landi hafði samband við okkur í Bláskógabyggð, þar sem hann tjáði okkur að það væru til ákveðin fræði á bak við það að ákvarða þjónust hjá hinu opinbera, eins og td staðsetningu á heilsugæslu. Hann sagði að rökin og vinnubrögðin í þessu máli fengju algjöra falleinkunn, á þetta bentum við en á það var ekki hlustað, frekar en margt annað. Á fundi forstjóra HSU með oddvitum og sveitarstjórum kom fram að leiguverðið á húsnæðinu á Flúðum væri hagstæðast þeirra þriggja tilboða sem bárust og það hafi ráðið úrslitum. Fjárhæð leiguverðs vitum við ekki, um það ætla ríkisstofnanirnar ekki að upplýsa. Það er fróðlegt að skoða meginreglu laga um opinber fjármál, en þau eiga að tryggja gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni, sbr. 45. gr laga nr. 123/2015. Hvort HSU og FSRE hafi tryggt að gagnsæi, hlutlægni og jafnræði hafi verið haft í heiðri í öllu þessu máli verður hver og einn að dæma fyrir sig, ég tel amk að talsvert hafi skort uppá að þessu lagaákvæði hafi verið framfylgt. Það er ekkert víst að heilsugæslan sé best staðsett í Laugarási, það hefur bara ekki verið farið í greiningu á því. Það er sorglegt að HSU og FSRE hafi ekki unnið þetta mál með faglegum hætti frá fyrsta degi. Stjórnendur hljóta að hafa gert sér það ljóst frá upphafi að um viðkvæmt mál væri að ræða þegar færa á heilsugæslu. Ef faglega hafi verið staðið að þessu máli frá upphafi, af hendi HSU og FSRE, það unnið með öllum sveitarstjórnum, íbúum og öðrum hagaðilum þá hefði verið miklu meiri sátt um ákvörðun um færslu á heilsugæslunni, hver sem hún hefði verið á endanum. Með flutningi á heilsugæslunni að Flúðum munu vegalegndir fyrir mjög marga þjónustuþega lengjast. Það verður td styttra fyrir marga að færa sig yfir í heilsugæsluna á Selfossi. Hef ég grun um að ansi margir úr Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð muni óska eftir að færa sig á Selfoss. Flutningur sem þessi er í boði, samkvæmt upplýsingum frá forstjóra HSU, og allir velkomnir á Selfoss. Gott væri að leiðbeiningar um slíkt kæmu frá HSU, þá er mikilvægt að HSU sé undirbúið að taka við þeim íbúum sem kjósa að fara þá leið að færa sig í heilsugæsluna á Selfossi. Forsvarsmenn HSU og FSRE hafa nefnt ýmis rök fyrir flutningi frá Laugarási á öllum þeim fundum sem við höfum haldið með þeim. Flest þeirra raka standast enga skoðun og hafa þau flest verið verið hrakin, en þá jafnframt tínd til einhver ný. Í tölvupósti sem okkur barst frá FSRE í okt 2023 kemur fram að áformað sé að koma upp nýrri heilsugæslu í Uppsveitum þar sem of kostnaðarsamt sé að endurnýja núverandi heilsugæslu í Laugarási. Það er svo í fréttatilkynningu frá forstjóra HSU þegar tilkynnt er að heilsugæslan eigi að fara að Flúðum að fram kemur að helsta ástæðan sé vegna mikillar uppbyggingar og fjölgunar íbúa á svæðinu. Rökin og málflutningurinn í þessu máli hafa nánast breyst dag frá degi. Í þessari grein er of langt mál að telja upp fleiri atriði en það er af nógu að taka. En það er aldrei að vita nema ég stingi niður penna og fari yfir þetta allt saman. Í tilkynningu um flutningana eru síðan tilgreind ákveðin atriði sem röksemd fyrir staðarvalinu, sem ekki lá fyrir að horft yrði til þegar auglýst var eftir húsnæði fyrir starfsemina. HSU og FSRE eru ríkisstofnanir sem eru undir Heilbrigðisráðuneyti og Fjármálaráðuneyti. Það væri fróðlegt að heyra frá þessum ráðuneytum hvort þau séu sátt við vinnubrögð og ferlið í þessu máli hjá sínum stofnunum. Það er talsverð reiði í samfélaginu með þessa ákvörðun HSU og FSRE, slíkt er skiljanlegt. Til að íbúar geti fengið að spyrja milliliðalaust, óska ég eftir því að forsvarsmenn HSU og FSRE þiggi boð um að mæta á íbúafund í Bláskógabyggð til að fara yfir þetta mál með íbúum. Höfundur er oddviti Bláskógabyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Heilsugæsla Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Læknir, og síðar heilsugæsla, hefur verið í Laugarási í meira en 100 ár eða frá árinu 1922. Ég veit ekki betur en að góð sátt hafi verið með þessa staðsetningu og það starf sem læknar hafa í gegnum tíðina innt af hendi frá Laugarási. Það var í febrúar 2023 sem forstjóri HSU hringir í sveitarstjóra Bláskógabyggðar og óskar eftir fundi þar sem hún ætli að tilkynna að búið sé að ákveða að flytja heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Þetta símtal kom mjög flatt uppá sveitarstjórann enda hafði þá engin umræða átt sér stað um flutning á heilsugæslunni frá Laugarási. Þessari ákvörðun mótmælti sveitarstjórn Bláskógabyggðar harkalega og óskaði skýringa á þessari ávörðun. Helstu rök sem við fengum að heyra voru þau að mikil viðhaldsþörf væri komin á húsnæðið í Laugarási og var kostnaður upp á 150 milljónir nefndur í því samhengi. HSU sagði að ef farið væri í svo kostnaðarsamar viðhaldsaðgerðir myndi leigan til FSRE hækka svo mikið að það yrði örugglega ódýrara að leigja nýtt húsnæði undir starfsemina. Allir þeir sem komið hafa nýlega í heilsugæsluna í Laugarási vita og sjá að þar er engin viðhalds þörf uppá 150 milljónir. Því óskaði sveitarstjórn Bláskógabyggðar eftir að sjá úttektarskýrsluna sem sýndi þessa miklu viðhaldsþörf. Það tók FSRE þrjá mánuði að senda okkur þessa skýrslu eftir endurteknar óskir um að fá hana senda. Að lokum kom skýrslan en þá var það skýrsla um viðhaldsþörf á heilsugæslunni í Þorlákshöfn. Við héldum að við hefðum fengið senda vitlausa skýrslu, nei, svo var ekki heldur var okkur sagt að þetta væri svipað hús og viðhaldsþörfin væri því örugglega sú sama. Það var semsagt engin úttektarskýrsla til um ástand hússins í Laugarási, ekki er hægt að segja að um faglega og eðlilega nálgun sé að ræða hvað þetta varðar. Mann setur eiginlega hljóðan að sjá hvernig ríkisstofnanir vinna og nálgast hlutina, faglegheitin skipta greinilega engu máli. Þá upplýsti HSU og FSRE okkur um að vettvangsferð hafi verið farin að Flúðum með sveitarstjórn Hrunamannahrepps til að skoða húsnæði sem þar væri í boði fyrir heilsugæslu og að þeim litist vel á það húsnæði. Það er mikilvægt að allir hafi í huga, sérstaklega þeir aðilar sem skipuleggja heilsugæslu í Uppsveitum, hvert starfssvæði heilsugæslunnar er. Starfssvæðið nær til íbúa í Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ljóst er að starfssvæðið er mjög víðfeðmt og við bætist að miklar sumarhúsabyggðir eru á svæðinu, og eru þær langstærstar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Gera má ráð fyrir að fjöldi gesta í sumarhúsum í Uppsveitum um helgar sé 20-25 þúsund manns. Þá eru stærstu ferðamannastaðir landsins á svæðinu má þar t.d. nefna Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Heilsugæslan þarf að vera þannig staðsett að hún þjónusti sem flesta, Laugarás ert.d. vel staðsettur hvað þetta varðar. Í október 2023 var haldinn íbúafundur í Aratungu þar sem forstjóri HSU og heilbrigðisráðherra mættu. Þar voru íbúar fullvissaðir um að ferlið myndi fara aftur á byrjunarreit, unnið faglega í samráði við alla íbúa til að fá sameiginlega niðurstöðu sem allir gætu sætt sig við. Þrátt fyrir það gerðist lítið í málinu hvað faglega undirbúningsvinnu varðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggð gerði athugasemdir við vinnubrögðin, en FSRE og HSU ákváðu að auglýsa eftir hentugu húsnæði í Uppsveitum fyrir heilsugæslu, svo allir sætu við sama borð. Auglýst var í janúar eftir húsnæði, þar sem gefinn var tveggja vikna frestur til að skila inn tilboði, sem var síðan framlengdur eftir að athugasemdir bárust. Eftir langan tíma kom niðurstaða. Þann 6. júní sl voru oddvitar og sveitarstjórar boðaðir á fund forstjóra HSU, þar sem tilkynnt var að heilsugæslan myndi flytjast að Flúðum. Fréttir um þessa niðurstöðu voru að vísu farnar að berast út í samfélagið nokkrum dögum áður, þannig að forstjórinn færði okkur ekki neinar nýjar fréttir. Þrír aðilar buðu fram húsnæði. Ég hef fengið upplýsingar frá tveim aðilum sem skiluðu inn tilboði að ekkert samtal hafi átt sér stað við þá í öllu þessu ferli. Þeir hafi fyrst frétt af þessari niðurstöðu úti í samfélaginu og þurft að bera sig eftir að fá formlega niðurstöðu frá FSRE. Dæmi hver fyrir sig um faglegheitin gagnvart þeim sem buðu fram húsnæði. Í reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva segir í 14. grein að séu fyrirhugaðar grundvallarbreytingar á staðbundinni þjónustu skuli forstjóri boða til samráðs- og upplýsingafunda með einstökum sveitarstjórnum. Á fundinum 6. júní með forstjóra HSU kom fram hjá fulltrúum Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að þeir könnuðust ekki við að samráðsfundir hafi verið haldnir, heldur hafi kynningarfundir verið haldnir þar sem stjórnendur HSU hafi verið að kynna ýmsa hluti. Frumkvæði að flestum fundum sem haldnir hafa verið hefur komið frá sveitarfélögunum, ekki HSU. Þarna vantar stórkostlega uppá, því það segir sig sjálft að þegar hugmyndir eru um að gera grundvallarbreytingar á staðbundinni þjónustu, hlýtur að þurfa mikið samráð bæði við sveitarstjórnir, íbúana og alla aðra hagaðila. Þarna eru stjórnendur ríkisstofnana að bregðast hlutverki sínu. Dósent við virtan háskóla hér á landi hafði samband við okkur í Bláskógabyggð, þar sem hann tjáði okkur að það væru til ákveðin fræði á bak við það að ákvarða þjónust hjá hinu opinbera, eins og td staðsetningu á heilsugæslu. Hann sagði að rökin og vinnubrögðin í þessu máli fengju algjöra falleinkunn, á þetta bentum við en á það var ekki hlustað, frekar en margt annað. Á fundi forstjóra HSU með oddvitum og sveitarstjórum kom fram að leiguverðið á húsnæðinu á Flúðum væri hagstæðast þeirra þriggja tilboða sem bárust og það hafi ráðið úrslitum. Fjárhæð leiguverðs vitum við ekki, um það ætla ríkisstofnanirnar ekki að upplýsa. Það er fróðlegt að skoða meginreglu laga um opinber fjármál, en þau eiga að tryggja gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni, sbr. 45. gr laga nr. 123/2015. Hvort HSU og FSRE hafi tryggt að gagnsæi, hlutlægni og jafnræði hafi verið haft í heiðri í öllu þessu máli verður hver og einn að dæma fyrir sig, ég tel amk að talsvert hafi skort uppá að þessu lagaákvæði hafi verið framfylgt. Það er ekkert víst að heilsugæslan sé best staðsett í Laugarási, það hefur bara ekki verið farið í greiningu á því. Það er sorglegt að HSU og FSRE hafi ekki unnið þetta mál með faglegum hætti frá fyrsta degi. Stjórnendur hljóta að hafa gert sér það ljóst frá upphafi að um viðkvæmt mál væri að ræða þegar færa á heilsugæslu. Ef faglega hafi verið staðið að þessu máli frá upphafi, af hendi HSU og FSRE, það unnið með öllum sveitarstjórnum, íbúum og öðrum hagaðilum þá hefði verið miklu meiri sátt um ákvörðun um færslu á heilsugæslunni, hver sem hún hefði verið á endanum. Með flutningi á heilsugæslunni að Flúðum munu vegalegndir fyrir mjög marga þjónustuþega lengjast. Það verður td styttra fyrir marga að færa sig yfir í heilsugæsluna á Selfossi. Hef ég grun um að ansi margir úr Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð muni óska eftir að færa sig á Selfoss. Flutningur sem þessi er í boði, samkvæmt upplýsingum frá forstjóra HSU, og allir velkomnir á Selfoss. Gott væri að leiðbeiningar um slíkt kæmu frá HSU, þá er mikilvægt að HSU sé undirbúið að taka við þeim íbúum sem kjósa að fara þá leið að færa sig í heilsugæsluna á Selfossi. Forsvarsmenn HSU og FSRE hafa nefnt ýmis rök fyrir flutningi frá Laugarási á öllum þeim fundum sem við höfum haldið með þeim. Flest þeirra raka standast enga skoðun og hafa þau flest verið verið hrakin, en þá jafnframt tínd til einhver ný. Í tölvupósti sem okkur barst frá FSRE í okt 2023 kemur fram að áformað sé að koma upp nýrri heilsugæslu í Uppsveitum þar sem of kostnaðarsamt sé að endurnýja núverandi heilsugæslu í Laugarási. Það er svo í fréttatilkynningu frá forstjóra HSU þegar tilkynnt er að heilsugæslan eigi að fara að Flúðum að fram kemur að helsta ástæðan sé vegna mikillar uppbyggingar og fjölgunar íbúa á svæðinu. Rökin og málflutningurinn í þessu máli hafa nánast breyst dag frá degi. Í þessari grein er of langt mál að telja upp fleiri atriði en það er af nógu að taka. En það er aldrei að vita nema ég stingi niður penna og fari yfir þetta allt saman. Í tilkynningu um flutningana eru síðan tilgreind ákveðin atriði sem röksemd fyrir staðarvalinu, sem ekki lá fyrir að horft yrði til þegar auglýst var eftir húsnæði fyrir starfsemina. HSU og FSRE eru ríkisstofnanir sem eru undir Heilbrigðisráðuneyti og Fjármálaráðuneyti. Það væri fróðlegt að heyra frá þessum ráðuneytum hvort þau séu sátt við vinnubrögð og ferlið í þessu máli hjá sínum stofnunum. Það er talsverð reiði í samfélaginu með þessa ákvörðun HSU og FSRE, slíkt er skiljanlegt. Til að íbúar geti fengið að spyrja milliliðalaust, óska ég eftir því að forsvarsmenn HSU og FSRE þiggi boð um að mæta á íbúafund í Bláskógabyggð til að fara yfir þetta mál með íbúum. Höfundur er oddviti Bláskógabyggðar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar