Körfubolti

Ís­lenska vega­bréfið skilar Danielle samningi hjá Euro Cup liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danielle Rodriguez spilar ekki áfram með Grindavík.
Danielle Rodriguez spilar ekki áfram með Grindavík. Vísir/Diego

Danielle Rodriguez spilar ekki áfram með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð því þessi öfluga körfuboltakona hefur samið við svissneska félagið BCF Elfic Fribourg Basket.

Það stórt tímabil fram undan hjá Fribourg liðinu sem er á leiðinni í Euro Cup Evrópukeppnina.

Fribourg vann svissneska meistaratitilinn i fyrra, vann alla leiki sína í deildinni en titilinn vannst síðan í oddaleik á móti Nyon sem liðið vann 92-48.

Svissneska liðið kynnti leikmannahóp sinn á 2024-25 tímabilið á miðlum sínum en þar má finna bæði bandarískan og kanadískan leikmann auk leikmanna frá Spáni, Portúgal, Frakklandi, Króatíu og Þýskalandi.

Hin bandaríska-íslenska Danielle Rodriguez er meðal nýju leikmanna liðsins.

Danielle er 31 árs gömul og hefur spilað með Stjörnunni, KR og Grindavík á Íslandi síðan hún kom hingað fyrst árið 2016.

Undanfarin tvö tímabil hefur hún spilað með Grindavík.

Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember í fyrra og spilaði því hálft tímabilið sem Íslendingur.

Hún var valin í úrvalslið Subway deildar kvenna eftir að hafa verið með 18,2 stig, 8,4 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Það er mikill missir fyrir Grindavík að horfa á eftir þessum öfluga leikmanni í atvinnumennskuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×