Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:11 Halldór og Hilda Jana eru sammála um að stemning myndi aukast til muna á torginu ef lokað yrði fyrir umferð um það. Já Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“ Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“
Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira