Innlent

Minnkandi virkni í gígnum bendi til gosloka á næstunni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gígurinn úr lofti í morgun.
Gígurinn úr lofti í morgun. Almannavarnir

Á myndum sem teknar voru í morgun í drónaflugi Almannavarna sést að virkni í gígnum við Sýlingarfell fer minnkandi.

Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að Hraunrennsli frá gígnum sé ekki sjáanlegt á yfirborði en geti verið í lokuðum rásum frá honum. Þó sé áfram rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells í gær. 

Mynd úr vefmyndavél Almannavarna á Sýlingarfelli sýni þær þrjár hrauntungur sem renna yfir garðinn og vélar sem vinna að því að hemja hraunrennslið. Mest virkni sé í hrauntungunni lengst til vesturs sem hafi færst áfram um nokkra metra og þykknað á síðustu klukkustundum. 

Gosórói fari einnig minnkandi, sem sjáist vel á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar í Grindavík.

Þá segir að minnkandi virkni í gígnum og lækkun í gosóróa bendi til þess að eldgosinu gæti lokið á næstunni en þó sé óvissa um nákvæmlega hvenær. 

GPS mælingar sýni enn landris á Svartsengissvæðinu, og það sé vísbending um að þrýstingur í kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi haldi áfram að byggjast upp, þótt hraði landrissins sé minni en áður.


Tengdar fréttir

„Það er heilmikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×