Innlent

Loka­sprettur, hraunkæling og raðvígsla

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Stór og umdeild þingmál verða sett til hliðar eftir að samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun sem stefnt er að á morgun. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum allt um lokasprettinn á þinginu.

Hraunkæling við varnargarðanna við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Við sjáum myndir frá deginum og ræðum við eldfjallafræðing um gosið sem virðist vera að syngja sitt síðasta.

Þá skoðum við hvað verður um matarafgangana okkar en flokkun á matarleifum hefur aukist um tæplega fimm þúsund prósent á tveggja ára tímabili.

Við verðum auk þess á rómantískum nótum og kíkjum í raðhjónavígslu í ráðhúsinu í dag, verðum baksviðs í beinni fyrir tónleika JóaPé og Króla og einnig í beinni frá óhefðbundinni sýningu á Reykjavík Fringe listahátíðinni.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×