„Landrisið er hægara en það hefur verið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 21:37 Þorvaldur fór yfir málin í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ólíklegt að gosið við Sundhnjúka nái sér upp aftur. Hann segir landris sem mælst hefur vera hægara en það hefur áður verið. Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira