Í hádeginu var engin virkni sjáanleg í gígnum þegar að almannavarnir flugu dróna yfir svæðið til athugunar. Jafnframt hefur gosórói á jarðskjálftamælum dottið niður og er nú sambærilegur því sem mældist áður en gosið hófst.
„Enn má þó búast við í einhvern tíma að eldra hraun haldi áfram að streyma hægt með fram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð L1 þar sem spýjur hafa runnið yfir,“ segir í tilkynningunni.
Eins og greint var frá í gær skriðu þrjár hrauntungur yfir varnargarðinn við Svartsengi í fyrradag en slökkviliðið hefur unnið hörðum höndum að því að hægja á hraunrennslinu.