Innlent

Þing- og goslok

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. vísir

Þingheimur keppist nú við að klára þau mál sem sett hafa verið á dagskrá fyrir sumarþinghlé. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi.

Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND sjúkdómnum, segir að lyfið Tofersen sé bylting sem hún hafi beðið eftir í um fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum.

Eldgosinu við Sundhnúk, sem hófst þann 29. maí, virðist lokið. Áfram má þó búast við að eldra hraun streymi hægt um svæðið.

Þá fjöllum við um stöðuna á Gasasvæðinu, stunguárás í Kópavogi og hittum 78 ára mann sem syngur og prjónar eins og vindurinn.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×