Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 11:28 Þessi mynd var tekin á vettvangi í gær. Aðsend Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. Helga Björk Heiðdal, umráðamaður kattarins, hefur einnig tilkynnt málið til Matvælastofnunar. Hún segir óskiljanlegt að hundar sem hafi drepið kött og áreitt börn í hverfinu fái að ganga lausir. „Kötturinn minn fór út seinnipart fimmtudags. Hann er alltaf mjög stutt úti og þegar ég sé að hann kemur ekki heim um kvöldið er mig farið að gruna að hann sé týndur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu en kötturinn hennar hét Litli. Sama dag auglýsir hún eftir honum á hverfissíðunni og fær símtal nokkrum mínútum seinna frá konu sem segir henni að hún hafi séð þrjá lausa veiðihunda og einn hafi verið með dauðan kött í kjaftinum. Konan var nokkuð viss um að það hefði verið Litli. „Fólk sem átti leið hjá og bjó þarna var að reyna að stoppa þá og fæla þá í burtu. Kona sem var á bíl reyndi að stoppa þá með því að flauta en þorði ekki út því þeir voru í svo miklum ham. Síðan er hringt á lögregluna sem kemur og fjarlægir köttinn og segist ætla að hafa uppi á eigandanum,“ segir Helga. Fann köttinn í ruslatunnu á lögreglustöðinni Hún hafi þó ekkert símtal fengið frá lögreglunni og ákvað því að hringja þangað sjálf. Henni var sagt að koma niður á stöð og hafði þá uppi á Litla í ruslatunnu í portinu hjá Lögreglustöðinni í Reykjavík með aðstoð lögregluþjóns. „Þegar ég kem heim þá ákveð ég að auglýsa eftir vitnum á Facebook síðu Laugarneshverfis,“ segir Helga. Hún hafi í kjölfarið fengið ótal símtöl, skilaboð og viðbrögð frá fólki sem segir henni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hundarnir hafi valdið slíkum usla. Þeir hafi áður drepið kött, ráðist á aðra hunda og eigendur þeirra. Þá hafi einhverjir séð eigendur þeirra lemja þá og séð hundana stökkva yfir girðinguna sem hafi þó verið komið upp eftir ábendingar frá Matvælastofnun, MAST. „Þá á áttaði ég mig þá á að það var eitthvað ekki í lagi þarna.“ Helga segir afar sárt að vita til þess að dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra dýraeigenda með því að missa dýr sín.Aðsend Helga segir að hún hafi ætlað að láta kryfja köttinn því lögreglan hafi haldið því fram að mögulega hafi verið ekið á köttinn og hann verið dauður áður en hundarnir náðu honum. „Fólk sem hefur hringt í mig sem var þarna vill halda því fram að hundurinn eða hundarnir hafi drepið hann. En eftir að hafa haft samband við dýralækni kom í ljós að það var oft seint að láta kryfja hann. Við fengum hann oft seint í hendurnar hvað það varðar,“ segir Helga. Vita ekki hvað nákvæmlega gerðist Það sé í raun ekkert vitni sem geti með vissu staðfest að hundarnir hafi drepið köttinn eða hvað gerðist nákvæmlega áður en einn þeirra er með hann í kjaftinum. „Ég talaði við konu í síma. Dóttir hennar hafði orðið vitni og sagt að þessir hundarnir hafi verið í einhvers konar veiðiham. Þeir hafi hlupuð svo hratt að kettinum að það gæti bara ekki verið að kötturinn hafi verið dauður. En í raun er það kannski orðið að ákveðnu aukaatriði í þessu máli eftir allt sem þessir hundar hafa gert öðrum.“ Kötturinn Litili um jólin.Aðsend Helga segist hafa strax tilkynnt málið til MAST en viti ekki hvort stofnunin hafi brugðist við. Í umræðum á hverfissíðu Laugarneshverfis á Facebook má sjá að íbúar hverfisins hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Sumir banna börnunum að ganga þarna fram hjá og aðrir eru hneykslaðir á því að eigendur fái að hafa þá áfram eftir áralanga vanrækslu. Þá er einnig í umræðum vísað í eldri frétt um málið á vef DV þar sem fjallað var um að hundarnir hefði drepið tvo ketti áður og verið til mikils ama í hverfinu. „Ég veit ekki hvar þessir hundar eru niður komnir. Hvort þeir hafi verið fjarlægðir eða hvort þeir eru enn þá í höndum eigenda sinna. Það sem er ljótast í þessu máli er hversu miklum usla og viðbjóði þessir hundar eru búnir að valda og það er ekkert búið að gera áður. Ég veit til þess að eigandinn hefur fengið áminningu frá MAST, en hversu margar þurfa þær að vera til þess að þessir hundar verði fjarlægðir?“ spyr Helga og segir afar sárt að aðrir dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra. „Það er ekki hægt að áfellast þessi aumingja dýr þar sem hegðun þeirra er einungis afleiðing vanrækslu eigenda sinna.“ Hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélags Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík eru hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélagsins. Um það er fjallað í samþykktinni og að það sé á ábyrgð Dýraþjónustu Reykjavíkur að bregðast við. Dýraþjónustan getur þannig gert kröfu um, ef grunur er á að hundur sé hættulegur vegna til dæmis bits, að umráðamaður láti hundinn gangast undir skapgerðarmat sem framkvæmt á að vera af sérfróðum aðila eins og dýralækni. Litli á góðri stundu.Aðsend Ef skapgerðarmat leiðir í ljós að hundurinn telst hættulegur getur Dýraþjónustan gert kröfu um að hundurinn verði aflífaður. Verðir umráðamaður ekki við því getur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveðið að hundur undirgangist skapgerðamat og/eða verði aflífaður. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptastjóra Reykjavíkur, er Dýraþjónusta Reykjavíkur meðvituðu um málið og er með það til skoðunar. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Kettir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Helga Björk Heiðdal, umráðamaður kattarins, hefur einnig tilkynnt málið til Matvælastofnunar. Hún segir óskiljanlegt að hundar sem hafi drepið kött og áreitt börn í hverfinu fái að ganga lausir. „Kötturinn minn fór út seinnipart fimmtudags. Hann er alltaf mjög stutt úti og þegar ég sé að hann kemur ekki heim um kvöldið er mig farið að gruna að hann sé týndur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu en kötturinn hennar hét Litli. Sama dag auglýsir hún eftir honum á hverfissíðunni og fær símtal nokkrum mínútum seinna frá konu sem segir henni að hún hafi séð þrjá lausa veiðihunda og einn hafi verið með dauðan kött í kjaftinum. Konan var nokkuð viss um að það hefði verið Litli. „Fólk sem átti leið hjá og bjó þarna var að reyna að stoppa þá og fæla þá í burtu. Kona sem var á bíl reyndi að stoppa þá með því að flauta en þorði ekki út því þeir voru í svo miklum ham. Síðan er hringt á lögregluna sem kemur og fjarlægir köttinn og segist ætla að hafa uppi á eigandanum,“ segir Helga. Fann köttinn í ruslatunnu á lögreglustöðinni Hún hafi þó ekkert símtal fengið frá lögreglunni og ákvað því að hringja þangað sjálf. Henni var sagt að koma niður á stöð og hafði þá uppi á Litla í ruslatunnu í portinu hjá Lögreglustöðinni í Reykjavík með aðstoð lögregluþjóns. „Þegar ég kem heim þá ákveð ég að auglýsa eftir vitnum á Facebook síðu Laugarneshverfis,“ segir Helga. Hún hafi í kjölfarið fengið ótal símtöl, skilaboð og viðbrögð frá fólki sem segir henni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hundarnir hafi valdið slíkum usla. Þeir hafi áður drepið kött, ráðist á aðra hunda og eigendur þeirra. Þá hafi einhverjir séð eigendur þeirra lemja þá og séð hundana stökkva yfir girðinguna sem hafi þó verið komið upp eftir ábendingar frá Matvælastofnun, MAST. „Þá á áttaði ég mig þá á að það var eitthvað ekki í lagi þarna.“ Helga segir afar sárt að vita til þess að dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra dýraeigenda með því að missa dýr sín.Aðsend Helga segir að hún hafi ætlað að láta kryfja köttinn því lögreglan hafi haldið því fram að mögulega hafi verið ekið á köttinn og hann verið dauður áður en hundarnir náðu honum. „Fólk sem hefur hringt í mig sem var þarna vill halda því fram að hundurinn eða hundarnir hafi drepið hann. En eftir að hafa haft samband við dýralækni kom í ljós að það var oft seint að láta kryfja hann. Við fengum hann oft seint í hendurnar hvað það varðar,“ segir Helga. Vita ekki hvað nákvæmlega gerðist Það sé í raun ekkert vitni sem geti með vissu staðfest að hundarnir hafi drepið köttinn eða hvað gerðist nákvæmlega áður en einn þeirra er með hann í kjaftinum. „Ég talaði við konu í síma. Dóttir hennar hafði orðið vitni og sagt að þessir hundarnir hafi verið í einhvers konar veiðiham. Þeir hafi hlupuð svo hratt að kettinum að það gæti bara ekki verið að kötturinn hafi verið dauður. En í raun er það kannski orðið að ákveðnu aukaatriði í þessu máli eftir allt sem þessir hundar hafa gert öðrum.“ Kötturinn Litili um jólin.Aðsend Helga segist hafa strax tilkynnt málið til MAST en viti ekki hvort stofnunin hafi brugðist við. Í umræðum á hverfissíðu Laugarneshverfis á Facebook má sjá að íbúar hverfisins hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Sumir banna börnunum að ganga þarna fram hjá og aðrir eru hneykslaðir á því að eigendur fái að hafa þá áfram eftir áralanga vanrækslu. Þá er einnig í umræðum vísað í eldri frétt um málið á vef DV þar sem fjallað var um að hundarnir hefði drepið tvo ketti áður og verið til mikils ama í hverfinu. „Ég veit ekki hvar þessir hundar eru niður komnir. Hvort þeir hafi verið fjarlægðir eða hvort þeir eru enn þá í höndum eigenda sinna. Það sem er ljótast í þessu máli er hversu miklum usla og viðbjóði þessir hundar eru búnir að valda og það er ekkert búið að gera áður. Ég veit til þess að eigandinn hefur fengið áminningu frá MAST, en hversu margar þurfa þær að vera til þess að þessir hundar verði fjarlægðir?“ spyr Helga og segir afar sárt að aðrir dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra. „Það er ekki hægt að áfellast þessi aumingja dýr þar sem hegðun þeirra er einungis afleiðing vanrækslu eigenda sinna.“ Hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélags Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík eru hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélagsins. Um það er fjallað í samþykktinni og að það sé á ábyrgð Dýraþjónustu Reykjavíkur að bregðast við. Dýraþjónustan getur þannig gert kröfu um, ef grunur er á að hundur sé hættulegur vegna til dæmis bits, að umráðamaður láti hundinn gangast undir skapgerðarmat sem framkvæmt á að vera af sérfróðum aðila eins og dýralækni. Litli á góðri stundu.Aðsend Ef skapgerðarmat leiðir í ljós að hundurinn telst hættulegur getur Dýraþjónustan gert kröfu um að hundurinn verði aflífaður. Verðir umráðamaður ekki við því getur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveðið að hundur undirgangist skapgerðamat og/eða verði aflífaður. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptastjóra Reykjavíkur, er Dýraþjónusta Reykjavíkur meðvituðu um málið og er með það til skoðunar.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Kettir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira