Innlent

Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins þurr og meiri­hluti fiska dauður

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. vísir

Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega.

Talsmaður ísraelska hersins segir að hermenn hans hafi brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa í miðju áhlaupi hersins í gær.

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að ráðast í átak til að auglýsa Ísland gagnvart erlendum ferðamönnum en peningaeyðsla þeirra hérlendis hefur dregist töluvert saman að undanförnu.

Þá fylgjumst við með mótmælum á Austurvelli, ræðum við ósáttan eldri borgara í beinni útsendingu og skoðum kirkju sem reiðir sig alfarið á söfnunarfé.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×