Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:25 Yfir loftlausri vindsæng undir bryggju í miðbæ Reykjavíkur hefur verið útbúið nokkurskonar þak úr plasti. Vísir/Margrét Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira