Fimm ár fyrir tilraun til manndráps á aðfangadag Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 14:52 Dómur var kveðinn upp í dag í Héraðsdómi Reykjaness, yfir þremenningunum sem stóðu að tilraun til manndráps síðastliðinn aðfangadag. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ásgeir var ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Segist hafa ætlað að hræða föðurinn Ákærði, Ásgeir Þór Önnuson sagði að tilgangurinn með innbrotinu hefði verið að ógna og lemja föðurinn, sem Ásgeir sagðist reyndar ekki hafa þekkt. Hann vildi ekki segja hvers vegna hann hefði ætlað að gera það. Ásgeir sagði í skýrslutöku lögreglunnar að þegar hann hefði komið inn í íbúðina, hafi hann heyrt rödd inni í herbergi, miðað á vegginn og hleypt af skotum. Ætlunin hafi ekki verið að skjóta á manneskju og þar með ekki á litla stúlku. Ætlunin hafi einungis verið að hræða föðurinn. Ásgeir sagðist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera við byssuna þegar hann var búinn að skjóta, þannig hann hafi hent henni frá sér. Lögreglan fann skammbyssuna á snæviþöktum grasbletti skammt frá húsinu þegar hún kom á vettvang. Breki Þór, meðákærði sem braust með Ásgeiri inn í íbúðina, sagðist hafa vitað að hann hefði aðeins ætlað að hræða föðurinn með byssunni, og ef til vill berja hann aðeins. Var að opna pakka þegar þeir brutust inn Stúlkan, sem var níu ára, gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 9. janúar 2024. Þar sagði hún að hún hefði verið að fara út úr sínu herbergi í íbúðinni, þar sem hún hafði verið að sækja skæri til að opna pakka, þegar hún hafi séð menn, reyk og glerbrot á gólfinu. Hún sagði að einn maðurinn hefði verið með byssu, og hann hafi byrjað að skjóta. Faðir stúlkunnar hafi svo gripið barnið, haldið utan um það, og verið eins og varnarskjöldur í horninu á herberginu. Barnið kvaðst hafa orðið verulega hrætt og verið að í marga daga. „Hending ein“ að ekki hafi farið verr Ekkert skotanna hafnaði í stúlkunni eða föðurnum, en stúlkan hlaut eymsli í andliti eftir að óþekkt brak hafnaði í andliti hennar í kjölfar þess að eitt skotið hafnaði á hörðum fleti. Í dómnum kemur fram að Ásgeir hafi ekki verið með skotvopnaleyfi, og því verið óvanur að skjóta af byssu. Um hafi verið að ræða mjög öfluga byssu, og þótti því líklegt að hann hafi ekki haft fullt vald á byssunni þegar hann skaut. „Hending ein“ hafi ráðið því hvar skotin lentu. Breki Þór var ákærður fyrir hlutdeilt í brotum Ásgeirs Þórs, með því að hafa liðsinnt honum við undirbúning og framkvæmd brotsins. Hann hafi m.a. greitt ökumanni, þriðja meðákærða, 80.000 krónur fyrir að aka með þá að heimilinu, aðstoðað við að skipta um númeraplötur á bifreiðinni, og síðan ruðst með Ásgeiri í heimildarleysi inn á heimilið. Málið er höfðað á hendur þriðja ákærða fyrir hlutdeild í broti Ásgeirs með því að hafa tekið að sér að aka með meðákærðu gegn greiðslu. Hann hafi ekið með meðákærðu áleiðis eftir Krýsuvíkurvegi og að Krýsuvíkurkirkju eftir að skotárásinni lauk, þar sem meðákærðu yfirgáfu bifreiðina. Hann hafi svo sett rétt skráningarnúmer aftur á bifreið sína áður en hann ók á brott. Fimm ára fangelsisdómur Ásgeir Þór Önnusön var dæmdur í fimm ára fangelsi, Breki Þór Frímannsson í þrjátíu mánuði og ökumaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt vegna málsins verður dregið frá refsingunni Gerð var upptæk Colt-skammbyssa gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ásgeir og Breki voru dæmdir til að greiða stúlkunni tvær milljónir króna auk vaxta, og föðurnum eina og hálfa milljón auk vaxta. Þeim var einnig gert að greiða húseigendum heimilisins í Hafnarfirði, afa og ömmu stúlkunnar, hvoru um sig eina milljón króna auk vaxta. Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. 28. desember 2023 20:39 Einn handtekinn vegna skotárásarinnar á aðfangadagskvöld Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 26. desember 2023 11:46 Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 25. desember 2023 10:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ásgeir var ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Segist hafa ætlað að hræða föðurinn Ákærði, Ásgeir Þór Önnuson sagði að tilgangurinn með innbrotinu hefði verið að ógna og lemja föðurinn, sem Ásgeir sagðist reyndar ekki hafa þekkt. Hann vildi ekki segja hvers vegna hann hefði ætlað að gera það. Ásgeir sagði í skýrslutöku lögreglunnar að þegar hann hefði komið inn í íbúðina, hafi hann heyrt rödd inni í herbergi, miðað á vegginn og hleypt af skotum. Ætlunin hafi ekki verið að skjóta á manneskju og þar með ekki á litla stúlku. Ætlunin hafi einungis verið að hræða föðurinn. Ásgeir sagðist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera við byssuna þegar hann var búinn að skjóta, þannig hann hafi hent henni frá sér. Lögreglan fann skammbyssuna á snæviþöktum grasbletti skammt frá húsinu þegar hún kom á vettvang. Breki Þór, meðákærði sem braust með Ásgeiri inn í íbúðina, sagðist hafa vitað að hann hefði aðeins ætlað að hræða föðurinn með byssunni, og ef til vill berja hann aðeins. Var að opna pakka þegar þeir brutust inn Stúlkan, sem var níu ára, gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 9. janúar 2024. Þar sagði hún að hún hefði verið að fara út úr sínu herbergi í íbúðinni, þar sem hún hafði verið að sækja skæri til að opna pakka, þegar hún hafi séð menn, reyk og glerbrot á gólfinu. Hún sagði að einn maðurinn hefði verið með byssu, og hann hafi byrjað að skjóta. Faðir stúlkunnar hafi svo gripið barnið, haldið utan um það, og verið eins og varnarskjöldur í horninu á herberginu. Barnið kvaðst hafa orðið verulega hrætt og verið að í marga daga. „Hending ein“ að ekki hafi farið verr Ekkert skotanna hafnaði í stúlkunni eða föðurnum, en stúlkan hlaut eymsli í andliti eftir að óþekkt brak hafnaði í andliti hennar í kjölfar þess að eitt skotið hafnaði á hörðum fleti. Í dómnum kemur fram að Ásgeir hafi ekki verið með skotvopnaleyfi, og því verið óvanur að skjóta af byssu. Um hafi verið að ræða mjög öfluga byssu, og þótti því líklegt að hann hafi ekki haft fullt vald á byssunni þegar hann skaut. „Hending ein“ hafi ráðið því hvar skotin lentu. Breki Þór var ákærður fyrir hlutdeilt í brotum Ásgeirs Þórs, með því að hafa liðsinnt honum við undirbúning og framkvæmd brotsins. Hann hafi m.a. greitt ökumanni, þriðja meðákærða, 80.000 krónur fyrir að aka með þá að heimilinu, aðstoðað við að skipta um númeraplötur á bifreiðinni, og síðan ruðst með Ásgeiri í heimildarleysi inn á heimilið. Málið er höfðað á hendur þriðja ákærða fyrir hlutdeild í broti Ásgeirs með því að hafa tekið að sér að aka með meðákærðu gegn greiðslu. Hann hafi ekið með meðákærðu áleiðis eftir Krýsuvíkurvegi og að Krýsuvíkurkirkju eftir að skotárásinni lauk, þar sem meðákærðu yfirgáfu bifreiðina. Hann hafi svo sett rétt skráningarnúmer aftur á bifreið sína áður en hann ók á brott. Fimm ára fangelsisdómur Ásgeir Þór Önnusön var dæmdur í fimm ára fangelsi, Breki Þór Frímannsson í þrjátíu mánuði og ökumaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt vegna málsins verður dregið frá refsingunni Gerð var upptæk Colt-skammbyssa gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ásgeir og Breki voru dæmdir til að greiða stúlkunni tvær milljónir króna auk vaxta, og föðurnum eina og hálfa milljón auk vaxta. Þeim var einnig gert að greiða húseigendum heimilisins í Hafnarfirði, afa og ömmu stúlkunnar, hvoru um sig eina milljón króna auk vaxta.
Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. 28. desember 2023 20:39 Einn handtekinn vegna skotárásarinnar á aðfangadagskvöld Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 26. desember 2023 11:46 Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 25. desember 2023 10:49 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. 28. desember 2023 20:39
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar á aðfangadagskvöld Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 26. desember 2023 11:46
Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 25. desember 2023 10:49