Innlent

Tveir féllu af sæþotu við Sel­tjarnar­nes

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir menn féllu af Sæþotu við Seltjarnarnes í kvöld. Öðrum þeirra tókst að synda í land, en hinum var bjargað af slökkviliði.

Þetta staðfestir Jón Kristinn Lárusson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að útkallið hafi borist klukkan 25 mínútur yfir sex og björgunin verið búin tuttugu mínútum seinna.

Mbl.is greindi fyrst frá útkallinu, en samkvæmt miðlinum var viðbúnaður á vettvangi mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×