Býst ekki við nýju eldgosi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 11:55 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira