Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:52 Eyjólfur Guðmundsson tekur við stjórnarformennsku við háskólann á Grænlandi. Auðunn Níelsson Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur. Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur.
Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira