Hljóð úr horni Ingólfur Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:01 Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Ingólfur Sverrisson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar