Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júlí 2024 20:55 Kristján Árni hjá Vegagerðinni ræddi möguleg jarðgöng í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár. Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár.
Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira