Í tilkynningu Garðabæjar á Facebook segir að grafa hafi rekist í lögnina með þeim afleiðingum að hún fór í sundur. Bilunin tengist ekki breytingum sem gerðar voru á vatnsveitu Garðabæjar í gær, þegar ný Vífilsstaðalögn var tengd. Kalt vatn hætti að renna í Garðabæ um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þeirra en var komið á ný um klukkan 02 í nótt.
Í tilkynningunni segir að foreldrar barna á leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti skuli sækja börn sín og að sundlaug Álftanes verði lokuð á meðan viðgerð stendur yfir.