Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 15:22 Páll Winkel Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“ Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“
Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira