Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2024 20:04 Adda Hörn og Ólafur Jóhann, sem búa við götuna Reykjamörk í Hveragerði hér hjá glæsilega gullregninu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Blóm Tré Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Blóm Tré Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira