Boeing samþykkir að játa sök og greiða 34 milljarða sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 09:25 Forstjóri Boeing mætti fyrir þingnefnd í júní, þar sem fjöldi ættingja látnu var viðstaddur. Sagðist hann vilja axla ábyrgð vegna slysanna en mörgum þykir það meira í orði en á borði. Getty/Andrew Harnik Stjórnendur Boeing hafa samþykkt að játa sök og greiða 243 milljónir dala, jafnvirði tæpra 34 milljarða króna, í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkomulagi við yfirvöld. Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC. Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Málið má rekja til tveggja flugslysa sem áttu sér stað 2018 og 2019, þar sem 737 Max vélar fyrirtækisins brotlentu. Alls létust 346 í slysunum tveimur, sem urðu til þess að vélar af umræddri tegund voru kyrrsettar um allan heim. Boeing var ákært í kjölfarið, árið 2021, og sakað um að hafa villt um fyrir eftirlitsaðilum varðandi MCAS flugstjórnarkerfið, sem kom við sögu í báðum slysunum. Stjórnvöld samþykktu hins vegar að láta málið niður falla ef fyrirtækið greiddi sekt og gengist undir þriggja ára aukið eftirlit. Í janúar síðastliðinum kom hins vegar upp enn eitt atvikið tengt vélum félagsins þegar hurðarloka losnaði af Boeing-vél í eigu Alaska Airlines skömmu eftir flugtak. Atvikið þótti benda til þess að enn væri pottur brotinn í ferlum flugvélaframleiðandans og að eftirliti með öryggi og gæðum væri enn ábótavant. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna komst þannig að þeirri niðurstöðu á vormánuðum að Boeing hefði brotið gegn upprunalega samkomulaginu, sem opnaði á mögulegt sakamál. Ættingjar þeirra sem létust í slysunum tveimur árin 2018 og 2019 hafa gagnrýnt sáttina og krefjast þess að höfðað verði refsimál á hendur stjórnendum Boeing, fyrir þátt þeirra í dauðsföllunum 346. Lögmaður fólksins hafði áður hvatt stjórnvöld til þess að sekta fyrirtækið um 24 milljarða dala. Játningin mun hafa þau áhrif að fyrirtækið fer á sakaskrá, sem gæti tæknilega séð haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þar sem slík fyrirtæki eiga ekki möguleika á því að bjóða í verk á vegum hins opinbera. Hið opinbera getur hins vegar veitt undanþágur frá þessu. Umfjöllun BBC.
Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Samgönguslys Bandaríkin Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira