Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Ritstjórn skrifar 10. júlí 2024 13:02 Mál Mohamad Kourani er flókið að sögn Helgu Völu Helgadóttur Vísir Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Hann kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, ræddu mál Kourani í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Helga Vala útskýrði að í lögum sé heimild fyrir því að afturkalla dvalarleyfi, en ekki vernd, en það megi sleppa því að endurnýja verndina sé einstaklingur með opið mál í kerfinu eða dóm. Þrátt fyrir það séu ákveðin ríki sem ekki megi senda fólk aftur til. Kourani kom frá Sýrlandi, en Helga Vala segist ekki vita til þess að fólk sé sent aftur vegna ástandsins þar. „Þessi einstaklingur hlaut vernd á Íslandi sem þýðir að hann hefur ekki komið við annars staðar á leiðinni, bara svo það sé á hreinu. Við erum búin að viðurkenna að við vorum fyrsta ríkið,“ sagði Helga Vala. „Við getum ekki bara sent hann eitthvert,“ segir hún og bendir á ástandið á Sýrlandi hafi batnað, en það séu enn að koma flóttamenn frá landinu, en á sama tíma séu sumir að snúa þangað aftur. „Það er ekki sama hættuástandið og var þannig mögulega getum við sent hann til baka. Það fer svolítið eftir því hvaðan hann kemur.“ Fangaverðir súpi hveljur Greint var frá því á Nútímanum í vikunni, miðli Frosta, að ófremdarástand ríkti í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem Kourani dvelur um þessar mundir. „Við fáum það staðfest að það sé mikill viðbúnaður, þar sem að miklu þarf að kosta til vegna eins fanga. Það er þessi umræddi Mohamad Kourani. Fangavörðum og öðrum föngum stafar ógn af þessum manni,“ sagði Frosti í Bítinu. „Sakaferill hans hefur verið viðstöðulaus. Nú er svo komið að yfir honum vofir sex til átta ára fangelsisdómur, og maður heyrir það að starfsfólk á Litla-Hrauni sýpur hveljur. Því þetta býður upp á ástand sem þau telja sig ekki ráða við.“ Almenningi misboðið Frosti sagðist skynja það að réttarvitund almennings sé misboðið. Fólk spyrji sig hvers vegna Kourani sé ekki vísað á brott. „Mér finnst augljóst að ef við þurfum að sitja uppi með þennan Svarta Pétur þá eru þessar alþjóðlegu skuldbindingar sem við gögnumst undir eitthvað sem þarf að skoða betur. Því þetta er algjörlega ólíðandi að samfélagið þurfi að taka þennan kostnað á sig.“ Bæði Frosti og Helga vala minntust á að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi talað um að gera breytingar á lögum til að koma í veg fyrir að staða sem þessi myndist. Ekki heill Helga Vala sagði að miklar breytingar hafi orðið á þeim hópi þeirra sem afplána í fangelsi á síðustu árum eftir að heimildir til að taka út dóma í samfélagsþjónustu voru víkkaðar. „Þá eru í rauninni veikari einstaklingar inni, sem eru að bæði að koma úr mögulega mikilli neyslu og með ýmis konar geðveikindi.“ Að hennar sögn eru þó fleiri einstaklingar að afplána í mjög erfiðu ástandi. „Mér hefur verið sagt að það séu viðvarandi fjórir einstaklingar í geðrofsástandi. Það er bara hættulegt ástand fyrir þá sjálfa, fyrir aðra fanga, og fyrir fangaverði.“ Helga bætti þó við að ekki væru allir í geðrofsástandi hættulegir og ekki allir hættulegir í geðrofsástandi. Í því samhengi minntist hún á erjur glæpahópa sem hafa teygt sig inn í fangelsin. Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Hann kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, ræddu mál Kourani í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Helga Vala útskýrði að í lögum sé heimild fyrir því að afturkalla dvalarleyfi, en ekki vernd, en það megi sleppa því að endurnýja verndina sé einstaklingur með opið mál í kerfinu eða dóm. Þrátt fyrir það séu ákveðin ríki sem ekki megi senda fólk aftur til. Kourani kom frá Sýrlandi, en Helga Vala segist ekki vita til þess að fólk sé sent aftur vegna ástandsins þar. „Þessi einstaklingur hlaut vernd á Íslandi sem þýðir að hann hefur ekki komið við annars staðar á leiðinni, bara svo það sé á hreinu. Við erum búin að viðurkenna að við vorum fyrsta ríkið,“ sagði Helga Vala. „Við getum ekki bara sent hann eitthvert,“ segir hún og bendir á ástandið á Sýrlandi hafi batnað, en það séu enn að koma flóttamenn frá landinu, en á sama tíma séu sumir að snúa þangað aftur. „Það er ekki sama hættuástandið og var þannig mögulega getum við sent hann til baka. Það fer svolítið eftir því hvaðan hann kemur.“ Fangaverðir súpi hveljur Greint var frá því á Nútímanum í vikunni, miðli Frosta, að ófremdarástand ríkti í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem Kourani dvelur um þessar mundir. „Við fáum það staðfest að það sé mikill viðbúnaður, þar sem að miklu þarf að kosta til vegna eins fanga. Það er þessi umræddi Mohamad Kourani. Fangavörðum og öðrum föngum stafar ógn af þessum manni,“ sagði Frosti í Bítinu. „Sakaferill hans hefur verið viðstöðulaus. Nú er svo komið að yfir honum vofir sex til átta ára fangelsisdómur, og maður heyrir það að starfsfólk á Litla-Hrauni sýpur hveljur. Því þetta býður upp á ástand sem þau telja sig ekki ráða við.“ Almenningi misboðið Frosti sagðist skynja það að réttarvitund almennings sé misboðið. Fólk spyrji sig hvers vegna Kourani sé ekki vísað á brott. „Mér finnst augljóst að ef við þurfum að sitja uppi með þennan Svarta Pétur þá eru þessar alþjóðlegu skuldbindingar sem við gögnumst undir eitthvað sem þarf að skoða betur. Því þetta er algjörlega ólíðandi að samfélagið þurfi að taka þennan kostnað á sig.“ Bæði Frosti og Helga vala minntust á að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi talað um að gera breytingar á lögum til að koma í veg fyrir að staða sem þessi myndist. Ekki heill Helga Vala sagði að miklar breytingar hafi orðið á þeim hópi þeirra sem afplána í fangelsi á síðustu árum eftir að heimildir til að taka út dóma í samfélagsþjónustu voru víkkaðar. „Þá eru í rauninni veikari einstaklingar inni, sem eru að bæði að koma úr mögulega mikilli neyslu og með ýmis konar geðveikindi.“ Að hennar sögn eru þó fleiri einstaklingar að afplána í mjög erfiðu ástandi. „Mér hefur verið sagt að það séu viðvarandi fjórir einstaklingar í geðrofsástandi. Það er bara hættulegt ástand fyrir þá sjálfa, fyrir aðra fanga, og fyrir fangaverði.“ Helga bætti þó við að ekki væru allir í geðrofsástandi hættulegir og ekki allir hættulegir í geðrofsástandi. Í því samhengi minntist hún á erjur glæpahópa sem hafa teygt sig inn í fangelsin.
Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20