Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 14:10 Um er að ræða 7.130.000 krónur. Myndin er úr safni. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti. Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira