Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra segir á­rásina hörmu­lega

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Stöð 2/Einar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur bæst í hóp þeirra stjórnmálamanna sem fordæmt hafa árásina á Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær. 

Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Þórdís árásina vera hörmulega. „Skotárásin á Trump fyrrverandi forseta í gærkvöldi var hörmuleg og skelfileg. Pólitískt ofbeldi er algjörlega óásættanlegt og má aldrei vera normalíserað. Hugur minn er hjá þeim sem urðu fyrir áhrifum árásarinnar og fjölskyldum þeirra,“ skrifar Þórdís í færslu sinni.

Áður höfðu meðal annars Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tjáð sig um árásina sem hann segir skelfilega og óskar Trump skjóts bata. Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálamanna um allan heim hafa fordæmt árásina sem meðal annars hefur verið sögð árás á lýðræðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×