Innlent

Morðtilræði gegn Trump, úr­slita­leikur EM og fjár­hættu­spil

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm

Bandaríska leyniþjónustan sætir gagnrýni eftir morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma.

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í málaflokknum segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.

Það voru fagnaðarfundir þegar eldri kona í Úganda hitti íslensk ömmubörn sín í fyrsta skipti í sumar. Sonur hennar, sem sætti ofsóknum í heimalandinu og settist að á Íslandi, fann kjarkinn til að snúa til baka eftir tíu ára fjarveru og mætti óvænt í heimsókn til Úganda með fjölskyldu sína.

Þá heyrum við í þekktum bandarískum grínista sem segir auðvelt að gera grín að Íslendingum og verðum í beinni útsendingu frá stemningunni fyrir útslitaleik Evrópumótsins í fótbolta.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×