Vakthafandi hjá Landsbjörg staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitarliðar í Reykjavík voru sendir á vettvang en útkallið barst þeim skömmu fyrir klukkan tvö í dag.
Fólkinu var bjargað og komið um borð í björgunarskip og verið er að ferja fólkið aftur á þurrt land. Þá verður bátnum komið í tóg og hann dreginn að landi.
Vakthafandi segir engin hætta steðja að fólkinu og að allt gangi smurt fyrir sig.