Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 22:01 Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á vegum og stígum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði